Borgarfulltrúar fóru út fyrir gamlabćinn

Stóru tíđindin eru ţau ađ borgarfulltrúar létu sjá sig utan viđ gamlabćinn, sem sumir kalla miđbćinn, ţó svo ađ sú nafngift sé alveg fráleit. Gamli bćrinn er í útjađri byggđarinnar og getur aldrei orđiđ raunverulegur miđbćr.

Ţegar Jón Gnarr varđ borgarstjóri fóru ţau einnig út fyrir gamlabćinn ţegar sáttmálinn var kynntur, en Jón Gnarr fór síđan helst aldrei í úthverfin. Til dćmis fór hann ađeins einu sinni í Grafarvoginn sem borgarstjóri, en ţá voru ađ koma kosningar, ţannig ađ í raun var um kosningaferđalag ađ rćđa hjá Jóni Gnarr. Sjálfstćđismenn í Grafarvogi tóku svo illilega á móti Jóni ađ ţeir höfđu nánast í hótunum viđ hann og sögđust hissa á ađ hann ţorđi ađ fara yfir brúnna (Gullinbrú). Jón varđ alveg skelkađur yfir ţessum móttökum, sem voru Grafarvogsbúum til skammar.

Varđandi ţađ atriđi ađ reyna ađ fćkka bílum í borginni, ţá er ráđiđ einfalt. Í haust eiga bílar ađ óbreyttu ađ hćkka í verđi um allt ađ 30% vegna nýrra reglna frá ESB. Ţrýst er á fjármálaráđherra um ađ breyta reglum ţannig ađ ţessi hćkkun komi ekki til framkvćmda.

Ţvert á móti ćttu ráđamenn ađ láta 30% verđhćkkun bíla koma fram ađ fullu, til ađ stemma stigu viđ stöđugri fjölgun bíla.


mbl.is Vilja draga úr fjölda bílferđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líf segir í textanum: "...í ţess­um meiri­hluta leggj­um viđ mikla áherslu á ađ fólk hafi ţađ frelsi ađ velja sér ekki einka­bíl­inn.“

Vonandi leggja ţau jafnmikla áherrslu á ef fólk VILL nota einkabílinn áfram !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráđ) 12.6.2018 kl. 20:10

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Birgir, ţađ er fyrst og fremst veriđ ađ miđa viđ ţađ ađ bílum fjölgi ekki meira en orđiđ er. Gatnakerfiđ er viđ ţađ ađ springa og nú ţarf ađ finna ađrar leiđir svo ţetta verđi allt í jafnvćgi og fari ekki í tóma vitleysu.

-

Varđandi athugasemdir, ţá set ég ţađ skilyrđi ađ textinn sé ekki kóperađur í heilu lagi af annarri síđu.

Sveinn R. Pálsson, 13.6.2018 kl. 08:49

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stöđug fjölgun bíla stafar ekki síst af "ţéttingu byggđar" miđsvćđis í borginni, uppbyggingu Landsspítala svo og ferđamönnum.  Rútur stórar og smáar, hlađnir og/eđa tómir vörubílar, stórir flutningabílar međ krana, gröfur og önnur jarđvinnutćki.  Sjálfskaparvíti!

Kolbrún Hilmars, 13.6.2018 kl. 12:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjölgun bíla um fjórđung til 2040 verđur ekkert vandamál ef međallengd ţeirra minnkar um fjórđung, úr 4,60 niđur í 3.70, en sú lengd býđur upp á fjölda bíla, sem taka fimm í sćti og eru međ 250 litra farangursrými. 

Ómar Ragnarsson, 14.6.2018 kl. 17:45

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ţakka ykkur góđar ábendingar.

Sveinn R. Pálsson, 14.6.2018 kl. 23:35

6 identicon

Sćll Sveinn. Ţađ var skammarlegt hvernig rótgrónu valda-karlarnir freku í miđaldafrekjukarla-stýrikerfinu komu fram viđ Jón Gnarr. Einelti var og er enn ţann dag í dag, frekjukallanna styrkleiki. Ekkert sem ţeir frekjukarlar geta veriđ stoltir af í ţví eineltisferli!

Sumum freku körlunum finnst óţćgilegt hversu lítil virđing er borin fyrir svikulum frekjukarla kerfisstjórunum svívirđandi og niđurlćgjandi?

Í rćđupúlti alţingis fyrir stuttu síđan var jafnvel gripiđ til ţess örvćntingarráđs af sumum, ađ vitna í biblíulegan gamla-texta? Nćsta dag voru svo öll bíflíunnar, (eins og frćga skáldiđ sagđi bókstaflega), gömlu textuđu mentin gleymd og grafin? Og í stađinn kominn niđurlćgjandi, vanvirđandi, og frekjukarla-málflutningur nútímans? Guđleysi valdahrokafullra einstaklinga feitu-frekju-flokkaembćttanna, höfđu allt í einu gleymt bćđi gamla textađa mentinu og bíflíunnar tćkifćris-heltugseminnar hćkju? Marklaust rússíbana öfga ferli morfís-rćđusnillinga og Guđstrúleysingja trúar-bragđa-tćkifćristúlkara.   

Ég óska öllum ţess visku og virđingarverđa veganestis, og hjartans/hugans heilags velvilja, ađ stýra stjórnsýslumálunum burt af vanvirđingar og niđurlćgingarbrautinni stórhćttulegu, fjölskyldusundrandi, og samfélagsmengandi. (mengunarskattur?)

Guđsvćttanna góđu verndarar hjálpi og leiđbeini okkur öllum á vegferđ lífsins. Ekki veitir af ţeirri vernd og leiđbeinandi hjálp, í ófćrđar blindbyl og blekkingafjölmiđla-skrípal-leikaraskapnum. (leikaraskapnum sem flestir eru vonandi farnir ađ sjá í gegn um).

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 15.6.2018 kl. 02:00

7 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ţakka ţér kćrlega Anna mín. Ţađ er sannarlega vandfundin sú manneskja, sem sér betur í gegn um blekkingarvef freku valdakarlanna.

Sveinn R. Pálsson, 15.6.2018 kl. 07:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband