Sundrungin stórt vandamál hjá sjálfstæðismönnum

Það vekur furðu þessa dagana hve sundrungin er orðin mikið vandamál hjá sjálfstæðismönnum.

Í Vestmannaeyjum er komið fram klofningsframboð sjálfstæðismanna, sem og í Norðurþingi og víðar um land.

Innan borgarinnar er hver höndin upp á móti annarri og búið að ryðja burt miklu ágætisfólki og setja í staðinn heldur vafasaman fjármálamann.

Á sama tíma sýna mið- og vinstrimenn mikla samstöðu í stjórnun borgarinnar.

Þar að auki er Viðreisn klofningsframboð undanvillinga úr Sjálfstæðisflokknum, og Miðflokkurinn er svo enn eitt klofningsframboðið, en þar nær blekkingarstarfsemin algjörlega nýjum hæðum.

Það er því ekki von á góðu ef þetta samsafn kemst til valda í Reykjavíkurborg. Allt upp í loft, spilling og sérhagsmunapot.

 

 20180425_103122

 


Dagur B. með góðar hugmyndir

Dagur B. er með bestu hugmyndirnar í þágu borgarbúa fyrir þessar kosningar.

Hann vill setja Miklubraut í stokk og Borgarlínu þar ofan á. Þannig á að bæta til muna flæðið í borginni. Þunga umferðin fer undir yfirborðið og veldur því ekki hávaða og slysahættu en létta umferðin verður á yfirborðinu ásamt stórbættum almenningssamgöngum.

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir að Jehóva hafi komið til sín og beðið sig að fara í framboð en hann hafi neitað, en þá hafi Jehóva þvingað hann til framboðs.

Haldið þið að það sé, maðurinn var í hróka samræðum við veru sem er ekki til.

Helsta hugmynd hans er að fella niður fasteignagjöld á þá eldri borgara sem besta stöðu hafa. Ég hélt að það væri mikilvægara að létta undir hjá þeim sem eru yngstir og eru að stofna fjölskyldu. Það vill Dagur gera. Hann vill byggja húsnæði fyrir unga fólkið og leigja á kostnaðarverði.

Það er því ekki spurning. Dagur er með bestu hugmyndirnar og þekkir best til í borgarumhverfinu, en hjá íhaldinu eru mestmegnis nýgræðingar sem vita ekkert um borgarmálin.

 

 

 PSX_20180422_083554

 


Löggan með allt niðrum sig

Flótti Sindra Stefánssonar er svo ævintýralegur að jafnvel Hallgrímur Helgason hefði ekki getað skáldað upp svona söguþráð.

En yfirlýsingar lögreglunnar á Suðurnesjum eru jafnvel enn furðulegri. Til að mynda var tilkynnt að búið væri að fella vegabréf Sindra úr gildi. Hefði ekki verið betra að láta þetta ósagt og sjá hvort Sindri reyndi að komast út fyrir Schengensvæðið? Það gæti leitt til handtöku. Eftir tilkynninguna veit Sindri að hann verður að halda sig innan Schengensvæðisins.

Einnig tilkynnti lögreglustjórinn að ekki yrði samið við Sindra um heimkomuna. Þetta er ekki klókt að mínu mati. Þvert á móti ætti lögreglan að tilkynna að hún vildi semja við Sindra, og komast þannig í betra samband við hann.

En upp úr stendur að fangelsisvist Sindra var ólögleg. Sjálf stjórnarskráin virðist hafa verið brotin í hans máli.

Löggan er einfaldlega með allt niðrum sig í málinu. 

 

 20180420_231127

 


Bónusar forstjóranna vitlaust hugsaðir

Fram hefur komið varðandi ofurlaun forstjóra N1, að stór hluti launanna fyrir árið 2017 hafi verið bónus vegna ársins 2016. Bónusinn var reiknaður út frá EBITDU fyrirtækisins, en það er hagnaðurinn að undanskildum fjármagnsgjöldum og sköttum. EBITDAN getur hækkað þó svo að hagnaðurinn dragist saman, t.d. í þeim tilfellum að fyrirtækið auki skuldir sínar og þar með vaxtagjöld. (Sjá nánar skilgreiningu á Ebidtu).

Þarna er miðað við algjöra skammtíma hugsun. Eitt ár er allt of skammur tími til að meta það hvort reksturinn hafi batnað eða versnað. Forstjórinn getur verið á fullu við að skuldsetja fyrirtækið og ná þannig ebitdunni upp, en hagnaðurinn getur dregst saman og áhættan í rekstrinum farið stöðugt vaxandi með aukinni skuldsetningu.

Eigandinn fær arð samkvæmt allt annarri reglu en forstjórinn, þ.e. samkvæmt hagnaði. Það er ekkert vit í þessu. Hagsmunirnir þurfa að fara saman.

Einnig þarf að athuga að ef launin eru að stórum hluta bónus, þá ættu grunnlaunin að vera svipuð og hjá millistjórnendum, að viðbættum t.d. 20%. En í tilfelli N1 og margra lífeyrissjóðafyrirtækja er bæði um að ræða ofurlaun og ofurbónusa.

Lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta til langs tíma. Því þurfa þeir að stilla bónusunum þannig upp að forstjórarnir hugsi til langs tíma, en núverandi kerfi hvetur forstjórana til áhættusækni og skammtímahugsunar.

Réttast er að bónusinn sé reiknaður út mörgum árum síðar, þegar fram er komið hvort stjórnun forstjórans hafi skilað árangri eða ekki. T.d. gæti bónus fyrir árið 2016 verið byggður á meðal hagnaði áranna 2017, 2018 og 2019, og kæmi til greiðslu árið 2020.

 

 PSX_20180419_134855


Þeir hafa miklar áhyggjur af launakröfum láglaunafólks

Þeir hæðst launuðu í landinu hafa miklar áhyggjur af einu. Það er að láglaunafólkið gæti farið að krefjast launahækanna. Einn þeirra er forstjóri Isavia. Hann segir að launahækkanir gætu skaðað samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.

En hann sjálfur? Skaða launahækkanir hans ekki samkeppnishæfnina? Hann fékk 400 þúsund ofan á laun sem voru 1,7 milljón á mánuði. En láglaunafólkið fékk 9.500 ofan á 300.000. (Sjá pistil Vilhjálms Birgissonar.)

Þessir menn þurfa að fara að átta sig á því, að það verður einfaldlega ekki skrifað undir eitthvað smotterí í næstu samningum. Sólveig hjá Eflingu, Ragnar hjá VR og Vilhjálmur hjá VA munu sjá til þess.

 

 20180414_214718

Reynisvatn


Framkoma æðstu manna í USA alveg með ólíkindum

Ég er stundum skammaður af vinum og vandamönnum fyrir það að vera að blogga um menn og málefni á moggablogginu. Ég reyni þó yfirleitt að vera sanngjarn, þó auðvitað megi alltaf vanda sig betur.

Hvað er þá hægt að segja um æðstu menn í Bandaríkjunum?

Sjálfur forsetinn twítar í gríð og erg án þess að hugsa hvað hann er að skrifa, og hefur iðurlega uppi alvarlegar ásakanir á hendur hinum og þessum.

Sjálfur forseti valdamesta ríkis heims. Ef hann væri moggabloggari þá væri fyrir löngu búið að fleygja honum út af blogginu.

 

 

20180416_145637

 


mbl.is Comey: Trump er raðlygari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur Vesturlanda í málefnum Sýrlands

Árásir Vesturlanda á Sýrland í nótt sýna vel tvískinnung okkar vesturlandamanna.

Vesturlönd ásamt Saudi-Arabíu hafa frá upphafi kynt undir styrjöldinni í Sýrlandi, og meira að segja íslendingar hafa tekið þátt í að flytja vopn til uppreisnarmanna í Sýrlandi. Töluvert áður en styrjöldin hófst bárust fréttir af því að vestrænar leyniþjónustur væru að störfum innan Sýrlands að undirbúa eitthvað. Það var því örugglega ákveðið á Vesturlöndum, í samstarfi við Sáda, að setja þarna allt í bál og brand.

Að þykjast núna vera góðu karlarnir, það er ekki trúverðugt að mínu mati.

 

 20180414_085409

 


Hversu mikið óligarkaríki er Ísland?

Margir láta í ljós andúð á Rússum og nefna þá jafnan að þeir séu svo miklir óligarkar.

Þá spyr ég: hversu mikið óligarkaríki er Ísland? Getur verið að okkar land sé jafnvel meira óligarkaríki en Rússland? Hér hafa nokkrar fjölskyldur náð undir sig stórum hluta af auðlindum þjóðarinnar. Verðskulda Íslenskir ráðamenn og öll íslenska þjóðin ekki fyrirlitningu og fjandskap hjá erlendum ríkjum vegna þessa?

Og hversu mikið óligarkaríki er Bretland, ef út í það er farið? Olíulindirnar í Norðursjó voru nánast gefnar til örfárra aðila. Breska þjóðin fær miklu minna út úr sínum auðlindum en t.d. Norðmenn. Eru Bretar e.t.v meiri óligarkar en Rússar?

 

PSX_20180408_001735

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband